Jólahefðir í erlendum löndum.
Slóvakía
· Húsið hreinsað
· Á aðfangadagskvöld er borðað brauð, hunang og hvítlauk til að verndar og hreysti á
nýju ári, svo er borðuð hvítkálssúpa og svo fiskur með tómatssalati.
· Síðan sungið jólasöngvar og nammi borðað
· Margar tegundir af nammi og smákökum bakað
· Gjafir opnaðar eftir á
· Börn trúa því að littla barnið Jesú komi með allar gjafirnar og englarnir sem skreyta
tréið
· Miðnæturmessa um kvöldið og kirkjuferð á jóladag
· Kalkúnn (eða önd) eftirá
Grikkland
Önnur hefð í N-Grikklandi -Makedóníu, Thrace, Thessalia- er að dulbúa sig. Það er
vegna svokallaðra „kalikantzari”, verur líkar dvergum sem eru sagðar vera til á
jörðinni á þessum tíma árs. Dulbúna fólkið er kallað ,,Rogatsia”, eða ,,Rogatsoria”
eða ,,Momoera”. Það dulbýr sig í líki mismunandi dýra og þau fara í kringum þorpið,
syngjandi og safnandi gjöfum. Það verður að segja þarna að þau hafi trúað á tilveru
,,kalikantzari” (dverganna) í allri hlið lífs þeirra. Samkvæmt hefðinni voru
,,kalikantzari” (dvergarnir), djöfullegar verur sem reyndu að saga/höggva niður tréið
sem styður Jörðina og stela namminu og gjöfunum frá húsunum. Árangursrík aðferð
til að standa á móti þeim var eldurinn, sem brann þessa 12 daga. Eldur var einnig tákn
hita fyrir hinn nýfædda Krist og móður hans, hina heilugu Móður. Að lokum, því var
trúað að hættan af ,,kalikantzari” var hætt þegar 12 daga tíminn var búinn í hátíðinni
kölluð ,,Theophania” (Vitrunar dagur), þegar prestarnir blessa vatnið þannig að þau
geti orðið heilög.
Samkvæmt hefðinni eru einnig venjan að óska eftir góðri uppskeru, góðu fiskeríi, nóg
af peningum og hamingju heima. Dæmi um óskir (bænir) eru: ,,Góð heilsa, gott ár,
gott Cbereket” (hvað sem það þýðir), og önnur ,,Margir fuglar, mörg lömb, margir
sauðir og miklir peningar”. Einnig eru til miklu fleiri.
Í gamla daga spurði fólk krakka, sem mundi fyrst banka á dyrnar þeirra, að kveikja á
eldinum með spýtu. Nú til dags er fyrsti gestur hússins að færa annaðhvort góða eða
slæma heppni. Þessi manneskja ætti að stíga fyrst í hægri fót þegar hann kemur
inn.Jóla hefðirnar í Grikklandi eru óendanlegar. Fólk fagnar jólunum í mismunandi
leiðum en djúpt í hjarta þeirra er meining Heilaga dagsins hin sama: friður, ást og
hamingja um allan heim.
Króatía
Á aðfangadagskvöld skreytir fólkið jólatréð. Þetta kvöld er yfirleitt eytt með nánustu
ættingjum og er fiskur í matinn. Á meðan fólkið borðar matinn kemur jólasveinninn
og setur gjafir handa öllum undir jólatréð. Krakkarnir sjá hann ekki, þau heyra bara í
bjöllunum og þau flýta sér að opna pakkana. Í sumum fjölskyldum kemur
jólasveinninn um miðnætti og krakkarnir opna gjafirnar um morguninn. Fólk fer í
jólamessu klukkan 11 næsta morgun. Annan í jólum, fer fólk í heimsókn til ættingja
sinna og skipta á gjöfum.
Puerto Ríkó
Á jólunum gerir fjölskyldan margt saman. Fólk safnast saman í vinahúsum og syngja
„agüilnaldos”, sem er söngur sem þeir syngja á jólunum. Á jólunum borða þau
þjóðarrétt sinn. Þau fagna afmæli Jesús. Þau skreyta húsið og setja upp jólaljós. Þetta
er sérstakur helgidagur, fjölskyldur og vinir hittast til að skemmta sér. Öll fjölskyldan
kemur svo saman á jóladag heima hjá ömmu og afa. Þann sama morgun, þakka þau
guði. Síðan borða þau morgunmat. Loksins þegar allir eru búnir að borða, setur afinn
á sig jólasveinahatt og gefur öllum gjafir. Fólkið verður eftir ömmu og afa og
skemmta sér.
stal þessu illirmislega af: <a href="http://www.ma.is/nem/1b2001/jolahorn/
jolahefdi r.htm">þessari síðu</a>
en þar sem ég hef tekið eftir því að HTML virkar ekki hjá mér í greinum (mátti samt
reyna hér fyrir ofan =) ) er linkurinn hér:
http://www.ma.is/nem/1b2001/jolahorn/jolahefdir .htm
kv. Amon