250 g hveiti
2 dl mjólk
125 g sykur
90 g smjörlíki
1/2 gl síróp
2 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
1/4 tsk pipar
Blandið öllum þurrefnum saman og búið til hól á borðinu (eða hnoðið í hrærivél). Myljið smjörlíkið saman við. Blandið saman mjólk og sírópi og hnoðið vel saman við þurrefnin. Fletjið deigið þunnt út og skerið út piparkökukarla og piparkökukerlingar. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 200°C í 8-12 mínútur.
Engin eru jólin án þess að baka piparkökur (:
Takk fyrir mig
Grímsla