Grábölvaður misskilningur sem fer einhverra hluta vegna ákaflega í taugarnar á mér að jólasveinarnir /þjóðtrúin og jólasveininn sem íslenskt orð yfir Santka Claus séu sama fyrirbærið.
Þeir áttu aldrei að þjóna sama tilgangi. Íslensku jólasveinarnir voru vondir vættir, tröll sem skelfdu börn. Eins og Nykurinn og Grýla og allt það.
Allt annað en hefðin fyrir Sankta Claus sem hefur fyrir tilviljun eina verið kallaður jólasveininn upp á íslensku þar sem hann er nú sveinn sem kemur á jólanum. Tengingin er nú ekki meiri.
En síðan er allt annað mál með svona þjóðsögur yfirleitt, í dag hefur komið til nýtt séríslenskt fyrirbæri, tilbrigði við alþjóðlega jólasveininn nema nú undir áhrifum frá gömlu sögunnnum sem hefur fjölfaldað hann upp í 13 og búið til nýja hefðir í kjölfarið (sbr. skó í glugga dæmið).
Sem er gott og blessað. Slíkt á alveg jafnan rétt á sér og hinar þjóðsögurnar, hvorki betri né verri.
Það þarf ekkert að vera annað hvort eða, hvorugt er sannara. ÞAr sem þjóðsagan um jólasveinanna 13 sem éta bókstafleg börn, þeir tötralegu vættir á ekkert heima í nútímann og nýja fyrirbrigðið er ekkert verra er bara asnalegt að vilja annað hvort eða.
Þetta er eins og með matargerð, við þurfum ekkert að velja milli séríslenskrar arfleiðar í súrmeti og hins útlendrar matagerðar. ÞAð er ekkert heilagt í þeim viðfangsefnum, við borðum ekki lélegan miðaldarmat bara vegna arfleiðarnir vegna þess að það á að vera rétt. Í staðinn höfum við bara blandað einhverjum hráefnum saman og borðað af hentusemi.
Gjörið svo vel og verði ykkur að góðu!