Kæru hugarar!
Ég var að pæla…ég hef ekki verið að fylgjast neitt mikið með útvarpi, hlusta bara yfirleitt á mína eigin geisladiska. En þó hlusta ég alltaf á útvarp Sögu fyrir jólin, á meðan ég skreyti eða eitthvað..svona til að koma mér í jólaskap. En svo var einhver að segja mér að það væru bara endalausar umræður á Sögu og bara hætt að spila lög þar! Getur það verið??? Kannski er ég að fara með rangt mál, sem ég vona, það var einhver sem að sagði mér þetta. Eins og mér finnst Útvarp Saga svo ágæt stöð!
Mér fyndist að það ætti að stofna eina útvarpsstöð sem spilar jólalög..en samt, svoldið svona einhæft. Svo væri hún alltaf lokuð á öllum öðrum árstíðum…
En vitið þið um einhverja stöð sem spilar stundum/oft jólalög.. Er ekki annars farið að spila þau? Ég var á biðstofu um daginn á þá heyrði ég að vísu einhver jólalög í útvarpinu og var að velta því fyrir mér hvaðan þau komu! (frá hvaða útvarpsstöð). Ég er alveg sjúk í tónlist og þá sérstaklega sjúk í jólatónlist yfir jólin.
Mér þykir mjög sárt að missa Sögu og ég man hvað það var gaman að skreyta í fyrra með íslenska jólatónlist á, og ég verð að segja að ég er harmi slegin!
En að lokum, getið þið mælt með einhverjum sérstökum jóladisk? Ég á bara einn sem er frekar þreytandi til lengdar! Það væri fínt að eiga einn jóladisk með bæði innlendum og erlendum lögum. Svona þessi týpísku hressu jólasveinalög!
Endilega upplýsið mig þessi mál!
Takk fyrir,
rectum.