Lifandi jólatré Hæ hó!

Nokkrir punktar um meðhöndlun lifandi jólatrés sem ég fann :

Lifandi jólatré

Aðalatriðið er að muna að lifandi jólatré er einmitt það; lifandi!!


Oft erum við að kaupa trén löngu fyrir jól og þá þurfum við að athuga hvernig og hvar við ætlum að geyma þau!


*Tréð skal geyma á svölum stað en ekki í frosti.
*Tréð þarf vökva svo gott er að láta það standa í t.d.
vatnsfötu.


Áður en við töku, tréð inn í stofu er gott að saga 2-5 cm neðan af stofninum, lítillega á ská, og stinga svo endanum ofan í sjóðandi vatn í augnablik (ekki ósvipað og með rósir), við gerum þetta til að auðvelda trénu vatnsupptökuna, en það stuðlar að því að barrið haldist betur, (athugaðu líka kaflan um val á jólatrján og staðsetningu þeirra).


Að sjálfsögðu höfum við svo tréð í vatnsfæti og pössum að það verði aldrei þurt yfir jólin.


Það er mjög vont fyrir tréð ef það þarf að tálga utan af stofninum til að koma því í fótinn, því þá tálgum við burt getu þess til vatnsupptöku, pössum því að fóturinn passi fyrir tréð eða tréð í fótinn.


Gangi ykkur vel.

Kv. hegga