Tillaga að öðruvísi jólapappír þetta er reyndar hugmynd sem að ég á ekki en fannst bara svo sniðug að ég ákvað að prófa….

Ég keypti brúnan pappír í rúllu og smá málningu. Svo leyfði ég 3 ára syni mínum að setja handa og fótaför á pappírinn. Svo ætlum við að prenta út af netinu og klippa af gömlum jólapappír svona hinar og þessar jólamyndir og líma inn á milli. Ég ætla líka að leyfa drengnum að spreyta sig svolítið sjálfur með puttamálningu (honum finnst það frábært).

Ekki kannski það allra jólalegasta en ofsalega skemmtilegt að gera með börnunum.

bkv og góða skemmtun ef að þið reynið,
chloe
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín