Bráðum koma
(Jóhannes úr Kötlum)
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti´ og spil.
Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.
Máske þú fáir menn úr tini,
máske líka þetta kver.
Við skulum bíða og sjá hvað setur
seinna vitnast hvernig fer.
————————————————- ———-
En ef þú skyldir eignast kverið,
ætlar það að biðja þig
að fletta hægt og fara alltaf
fjarskalega vel með sig.
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
(Hinrik Bjarnason/T Connor)
Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinnin út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær.
————————————————- ————
Jólin alls staðar
(Jóhanna G. Erlingsson)
Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
————————————————- ————-
Þá nýfæddur Jesú
(Björgvin Jörgensson)
Þá nýfæddur Jesú í Jötunni lá
á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,
þá sveimuðu englar frá himninum hans
því hann var nú fæddur í líkingu manns.
Þeir sungu “hallelúja” með hátíðarbrag,
“nú hlotnast guðsbörnum friður í dag”,
og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.
Ég bið þig, ó Drottinn, að dvelja mér hjá,
að dýrðina þína ég fái að sjá,
ó blessa þú, Jesú, öll börnin þín hér,
að búa þau fái á himnum með þér
————————————————– ———
Jólasveinar ganga um gólf
(Friðrik Bjarnason/Þjóðvísa)
Jólasveinar ganga um gólf með gildan staf í hendi,
móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi.
Upp á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna
———————————————— ———–
Í skóginum stóð kofi einn
Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.
“Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!
”Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.
———————————————— ———–
Nú skal segja.
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
-og svo snúa þeir sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
-og svo snúa þær sér í hring.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið
-og svo snúa þeir sér í hring.
Aattssjúu!!!