Jólasaga
Einu sinni var strákur sem hét Doddi hann bjó einn með mömmu sinni. Hann hlakkaði ekki til jólanna út af því að hann vissi að hann mundi ekki fá það sem hann vildi í jólagjöf. Hann langaði svo mikið í Harry Potter höll en mamma hans sagði við hann að hún ætti lítinn pening og gæti ekki kaupið höllina. Mamma hans var alltaf að vinna svo mikið og svo lengi að Doddi þurfti alltaf að vera í pössun. Hann vissi að mamma hans ætti að vera að vinna á jólunum líka og að hann ætti að vera pössun hjá vinkonu mömmu sinnar. Doddi vildi ekki vera í pössun á jólunum og bað Guð á hverju kvöldi að láta mömmu hans ekki vera að vinna á jólunum. Daginn fyrir jólin sagði mamma hans að hún mundi vera að vinna um kvöldið svo að Helga sem var vinkona mömmu hans ætlaði að hjálpa Dodda að skreita jólatréð. Doddi vildi ekki skreyta jólatréð með Helgu útaf því að hann vildi skreyta jólatréð með mömmu sinni. Helga kom um kvöldið og vildi láta Dodda hjálpa sér en Doddi fór bara inn í herbergi og fór að gráta. Hann lokaði augunum og bað til guðs að mamma mundi koma heim. En hún kom ekki heim og Doddi sofnaði grátandi.. Daginn eftir vaknaði Doddi og fór inn í eldhús og þar var Helga að búa til morgunmat. Góðan daginn sagði Helga en Doddi var leiður útaf því að það var ekki mamma hans sem sagði góðan daginn. Þegar hann var búinn að borða morgunmatinn fór hann til Gísla sem var vinur hans en mamma Gísla sagði að hann mætti ekki koma að leika útaf því að það væri aðfangadagur og sagði Dodda að fara heim til sín. Doddi vildi ekki fara heim til Helgu. Hann fór bara á skólalóðina og beið þar þangað til að hann sá að það var að koma dimma. Hann labbaði leiður aftur heim til sín og opnaði útdyrahurðina. Hann klæddi sig úr úlpunni og stígvélunum en þá kom Helga inn í gang og sagði mikið er ég fegin að sjá þig ég hélt að þú værir tíndur ég er búin að hringja út um allt að leita að þér. Doddi sagði ekki neitt. Helga klæddi sig í úlpuna og sagði gleðileg jól Doddi minn bæ bæ. Doddi stóð einn í ganginum og hugsaði á ég að vera einn heima á aðfangadagskvöld. Hann settist niður á stígvélin sín og fór að gráta en þá allt í einu var tekið utan um hann. Doddi leit upp og sá að þetta var mamma hans. Hann var svo hissa að hann fór að gráta ennþá meira. Svona svona sagði mamma hans komdu elskan mín svo lifti hún honum upp og fór með hann inn í stofu. Doddi var svo hissa útaf því að það var búið að skreyta alla stofuna það var lítið jólatré með ljósum útum allt og undir jólatrénu voru pakkar. Mamma fór með hann inn í eldhús og þar var jólamatur á borðinu og jólaöl. Doddi trúði þessu ekki. Mamma ætlar þú að vera heima í kvöld þarftu ekki að vinna. Nei Doddi minn ég verð heima hjá þér öll jólin og ég er búin að breyta vöktunum mínum nú þarf ég bara að vinna á morgnana og bara tvisvar sinnum á kvöldin og aldrei á jólunum. Doddi var svo glaður að hann kyssti mömmu sína miljón sinnum á kinnina. Dodda var alveg sama þótt hann myndi ekki fá neinar jólagjafir því hann vildi bara fá mömmu sína í jólagjöf….ENDIR