Heil og sæl!
Eins og þið mörg kannski vitið þá er búið að setja upp svona kubb á bókum bókaormur vikunnar. Og reyndar líka eitthvað svipað á áhugamálinu The Sims.
En fyrir þá sem ekki vita er þessi kubbur þannig að það eru einhverjir sem stunda áhugamálið sem vilja gerast bókaormar vikunnar. Og svo stendur alltaf í svona kassa nafn bókaormsins (notandans) og svo einhverjar spurningar fyrir hann. Dæmi: Hvaða bók ertu að lesa? Hvað ertu með mörg stig á bækur? og svo framvegis..
Ég er nokkuð viss um að flestir viti hvað ég er að tala um, en þeir sem fatta þetta ekki alveg geta skoðað þetta betur á áhugamálunum bókum og the sims. Gæti líka verið á fleiri áhugamálum en ég veit það ekki.
En það sem mér datt í hug er að hafa svona á jólum. Og þá jólaálfurinn eða eitthvað álíka…jólasveinn eða eitthvað. Mér datt þetta svona í hug og ég er viss um að einhverjum hefur látið sér detta þetta í hug. En vissulega þyrfti þessi “jólaálfur” að vera svoldið styttra en viku svo að fleiri komist að.
Tillögur að spurningum: Hlakkar þig alltaf til jólanna? Skreytiru mikið? Hvað er í jólamatinn/hvað myndiru vilja hafa..? Hvar ertu um jólin? Ferðu í messu? Eftirminnilegasta jólagjöf? Trúir þú á jólasveininn?
Það er hægt að finna alveg helling af spurningum!
Ef að áhugi er fyrir þessu þá væri spurning um að setja svona upp fyrir næstu jól?? Eða þessi?
Endilega segið hvað ykkur finnst! Og komið með hugmyndir af nafni þessa kubbs ef ykkur líst á þetta!
kveðja rectum ;o)