Núna hef ég verið svona nett að hugsa um jólin (því að þau eru nú allveg í garð komin…eða nálægt því) og ég fór aðeins að lesa hér um jólasveina og þá ákvað ég aðeins að koma með skoðun frá mínu sjónarhorni séð.
Þegar að ég var yngir var ekkert meira en það sem ég elskaði heldur en jólin og jólasveinarnir þá sérstaklega. Bara að fynna spennuna í hvert sinn sem að maður vkanaði og hljóp útí gluggann og fann þá að eitthvað var í skónnum. Hvort sem að það var eitthvað lítið eða eitthvað allveg huge sem að manni langaði mjög mikið í. Svo alltaf áður en ég fór að sofa þá fór ég alltaf uppí rúm með mömmu og við fórum að lesa sögur um jólasveinanna 13. Alla í röð og það var eitt af hlutum sem að ég allveg virkilega elskaði líka. En síðan þegar að maður eltist smá þá fer spennan aðeins meira og meira í burtu því að maður var þá byrjaður að fatta að jólasveinarnir voru ekki til (vona virkilega að littlir krakkar lesa þetta ekki). En þegar að ég var yngri þá sagði einn vinur minn að þeir væru ekki til og ég fór nú að sjálfsögðu beint til mömmu góðu og spurði hana hvort að þeir væru til og hún sagði nú allveg jájá því að hún vildi ekki eiðileggja jólaandann fyrir mig. En síðann þegar að ég var 11 ára þá sagði hún mér sannleikann og ég var nú ekki það sáttur því að ég vildi að þeir væru til. En núna nýlega fór ég að spekulera hvort að börnum þykja foreldrar sýnir vera kvikindi ef að þei viðurkenna það að þeir séu ekki til eða þegar þeir “ljúga” að þeir séu til. En þetta er ég nú bara smá að spekulera í því að jólaandinn hefur ekki verið svona mikill lengi og maður verður nú eitthvað að reyna að tjá sig :)