Hæhó, ég vil byrja á að lýsa gleði minni yfir því að jólaáhugamálið sé komið í gang; JEI.

En hér kemur málið.. Eg hef einusinni lent í því að fá VONDANN svínahrygg um jól.. það gersamlega skemmdi fyrir mér jólin og þess vegna vil ég EKKI lenda í því aftur.
En ég kann ekki að sjá út hvaða hryggur er góður og hver ekki, ég á t.d. til einn hérna, sem er danskur. Hvernig get ég séð hvernig hann er?? Er það hægt nema að elda hann?
Endilega ausið úr viskubrunninum ykkar til mín, og ef einhver hefur fengið sér e-h annað en Nóatúns hamborgarahrygginn endilega tjáið ykkur um gæðin =)
Kveðja
Jólabitz