Hæ hó!
Hver man ekki eftir því að hafa vaknað kl. 6 á aðfangadagsmorgni, með svoleiðis spenning í maganum út af kvöldinu sem sé fram undan?
Ætli flest börn á Íslandi upplifi ekki þannig jól, vakna eldsnemma, horfa á barnatímann, borða dýrindismat og svo það besta PAKKARNIR!?
En það er alltaf verið að brýna fyrir okkur að jólin séu svo miklu meira, þau séu hátíð ljóss og friðar, fögnuður Jesús o.s.fr.
Fullorðna fólkið upplifir jólin gjarnan sem löng og erfið vinna við undirbúning, mikil peningaeyðsla og einfaldlega erfiður tími fyrir höndum.
Það eina sem er kannski efst í huga námsmanna er hvort þeir komast heim um jólin.
Við upplifum jólin öll á okkar hátt, með okkar siðum og háttum.
Jólin hjá okkur eru venjulega bara haldin heima hjá okkur, amma og afi koma til okkar og við borðum hamborgarahrygg (*nammi!*) og svo er náttúrulega möndluvinningurinn (sem bróðir minn vinnur næstum því ALLTAF! >:( ). Svo er vaskað upp og þegar allir eru sestir in í setustofu sest ég hjá jólatrénu og les á pakkana og rétti þeim sem eiga þá.
Núna hlakkar mig sérstaklega til jólana því þá kemur bróðir minn frá Svíþjóð, ég hef ekki séð hann síðan í september.
En brátt munu jólin ekki vera neitt sérstaklega spennandi hlutur fyrir mann, síðustu jól voru ekki jafn spennandi og þau fyrri, ég svaf út á aðfangadagsmorgunn, þegar ég var lítil vaknaði ég alltaf svo spennt og beið eftir því að allri voru farnir á fætur :o)
En endilega segið frá ykkar jólasiðum, hvernig haldið þið ykkar jól?
Kv. hegga
:o) Bráðum koma blessuð jólin……..:o)