Gott fólk!
Mig langar aðeins til að segja ykkur frá jólunum hjá mér! Mér fyndist líka mjög gaman ef að þið mynduð líka senda inn greinar og segja frá ykkar, því að jólin eru svo mismunandi hjá hverjum og einum og gaman að vita hvað aðrir gera!
Ég er yngst af systkinum mínum og ég og bróðir minn búum hjá mömmu og pabba. Ég hef aldrei vaknað neitt upp úr 6 eða þannig…fyrsta lagi klukkan 9-10 og svo fer ég bara að hugsa hvort að ég sé örugglega búin að öllu…nenni ekki að horfa á teiknimyndir.
Mér hefur alltaf fundist teiknimyndir alveg afspyrnu leiðinlegar og mannskemmandi! Og þess vegna fer ég bara að borða eitthvað og upp úr hádegi skutlast ég með pakka til vinkvenna minna.
Ég er samt aðallega bara í einhvernveginn móki svona fyrri part dags sko..man eiginlega aldrei hvað ég geri á þessum tíma.
Systkini mín eru flest farin að búa og þess vegna eru mamma og pabbi amman og afinn í fjölskyldunni. Þannig að “jólin eru alltaf haldin heima hjá okkur”.
Svo er náttúrulega “steikin” í ofninum og þannig. Reyndar er þessi “steik” alveg ógeðslega vont kjöt sem að manni verður illt í tönnunum af!
En mér finnst skemmtilegast þegar systkini mín og fjölskyldur þeirra koma, upp úr 5. Og svo eru allir að gera sig alveg ready og búnir að fara í jólabaðið og þannig! Og hjálpumst við að að leggja á borð og einhver er með cameruna að taka allt upp.
Það sem mér finnst hátíðlegast og langskemmtilegast við jólin er þegar klukkan slær 6 í miðri messu og allir kyssa hvorn annan hljóðlega. Reyndar held ég að engum finnist messan skemmtileg en það er gamall siður að hlusta alltaf á messuna í stofunni. Og allir sitja svona og horfa út í loftið eitthvað. Svo þegar messan er búin eru bræður mínir alltaf svo “fegnir” eitthvað og allir komnir í gírinn…
Og svo finnst mér alltaf jafn týpískt fyrir jólin þegar pabbi og mágur minn blanda malt, kók og appelsín og það kemur svona jólaölslykt! Svo gefst ég alltaf upp á matnum þegar hann er rétt hálfnaður, það gerist á hverju ári! Og svo leggst ég bara í sófann og ligg þar þangað til að allir eru búnir að klára matinn og vaska upp. Ég nenni aldrei að hjálpa til!
Þegar allir eru loksins orðnir tilbúnir opnum við jólakortin! Það finnst mér miklu skemmtilegra heldur en að opna jólapakkana! Ég dýrka að opna jólakortin og bíð alltaf spennt eftir því! Ég er alltaf búin að giska fyrirfram frá hverjum jólakortin eru á skriftinni!
Svo þegar allir eru búnir að fá sér hundraðasta kaffisopann, þá byrjum við að opna pakkana. Við erum svo mörg á jólunum að það er alltaf pakkaflóð undir jólatrénu og pakkarnir eru líka í gluggakistunni og stólunum í kring! Mér finnst svo gaman að raða þeim undir jólatréð. Svo fæ ég að lesa á pakkana og afhenda þá (jei).
Svo þegar allir eru búnir að opna pakkana og pabbi búin að segja síðasta brandarann þá fara allir að tygja sig heim. Og svo förum við nú eiginlega bara að sofa eftir það…
Á jóladag eru allir bara hálfsofandi og svo heimsækjum við frændfólk okkar og svo eru allir bara einhvernveginn í hálfgerðu móki þangað til á gamlárskvöld sem mér finnst mjög skemmtilegt kvöld!
En annars ætla ég að segja þetta gott og vona að þið sendið inn hvernig ykkar jól eru!
Takk fyrir mig
rectum ;o)