Það er alveg ótrúlegt að alltaf þegar Jólin eru að koma finnst mér þau síðustu vera bara ný liðin. En þegar það er svona c.a. mánuður til stefnu hægist á öllu og Jólin ætla bara aldrei að koma :P.
Ég er eitt mesta jólabarn sem ég veit um og þessvegna finnst mér það alveg rosalega leiðinlegt hvað ég þekki mikið af fólki sem þolir ekki jólin! Fólk er svo mikið farið að tangja þetta bara við endalaus innkaup, peningaeyðslu og stress. Þetta er ekki í lagi! Ein vinkona mín sagði mér líka frá því að það sem kæmi henni úr stuði í sambandi við jólin væri það að fólk væri farið að skreyta allt, allt of snemma….ég er nokkuð sammála þessu enda forðast ég það að vera fara í Kringluna núna eftir að hún var skreytt, og nóvember varla byrjaður! Þetta er eitthvað sem mér finnst að ætti ekki að vera leyfilegt í svona verslunarmiðstöðvum og þannig. Ef fólk vill byrja að skreyta snemma getur það skreytt heima hjá sér og þá innan húss!
Ég persónulega er byrjuð að búa til ýmislegt föndur fyrir jólin og hef ekkert á móti því að fólk byrji að undirbúa sig snemma. Það minnkar stress og þar með gæti það lagað eitthvað skapið í þessu fólki sem segist hata jólin.
Endilega ef þið hafið einhverjar skoðanir á þessu máli eða tilheyrið þeim hópi sem ekki þolir jólin eða öfugt endilega tjáið ykkur!
Kv.mydog8me í jólaskapi
-=ég er með jólalag á heilanum…..en það er mars!=-