Voðalegt væl er þetta - ef fólk er ekki sátt við þá sem byrja snemma að undirbúa jólin, þá á bara að sleppa því að koma hingað inn og halda kjafti!! Og hananú!!
Sjálfri finnst mér ekkert að því að byrja snemma í nóvember að undirbúa og skipuleggja, einfaldlega vegna þess að ég vil geta slappað af þegar nær dregur og notið jólastemningarinnar án þess að vera í stresskasti yfir öllu því sem á eftir að gera.
En í sambandi við að skapa sínar eigin hefðir BEllE, þá tók ég upp á því þegar ég flutti að heiman fyrir 10 árum síðan, að búa til jólagjafirnar og jólakortin sjálf - fyrir þessi jól er ég að leira, voða gaman;-) Hvort sem maður er einn að gera þetta eða fær fjölskylduna eða vini með sér, þá getur þetta verið alveg frábært:-)
Svo blanda ég saman þeim jólahefðum sem ég hafði með mér frá foreldrahúsum og mínum eigin hugmyndum - og með árunum verður maður æ ráðsettari í þessu öllu saman;-)
En umfram allt, áætlaðu þér góðan tíma í þetta og reyndu að njóta jólanna eins og vel og þú getur, laus við allt stress!! Gleðileg jól!;-)
Fröken FiX :-)