Eins og allir hafa verið varir við þá styttist í jólinn og það er ekkert jafnleiðinlegt að eyða jólunum án jólaskapsins.
Það sem ég geri alltaf svona um lok nóv er að setja einhverja skemmtilega jólamynd í tækið og kem mér í gírinn fyrir jólinn.
Þetta eru vanalega vel þekktar myndir eins og Natinal Lampoons og Jack Frost.En ég mundi segja að Jack Frost væri skemmtilegri jólamynd og hún kemur mér vanalega í skapið en það er alltaf gaman að horfa á einnig hina.
Það er mun erfiðara að komast í jólaskapið núna heldur en áður þegar ég var yngri en ætli það sé ekki vegna þess að núna þarf ég að halda jólinn og það hefur kannski einhver áhrif á jólaskapið í mér.
Þó það sé byrjað að skreyta hérna í bænum þá finn ekki fyrir jólaskapinu eins og er en kannski breytist það þegar þeir fara að spila jólalög í útvarpinu.
Hvernig er þetta hjá ykkur með þetta jólaskap þurfið þið að gera eitthvað eins og ég.Allavega þá grunar mig að ástæðan fyrir þessu sé sú að núna þarf ég að gera það sem foreldrar mínir hafa alltaf gert og það hefur kannski einhver áhrif á þetta hjá mér.
Við skulum vona að þetta fari að koma en ekki alveg strax þar sem mér finnst þetta vera allt of snemmt kanski svona í kringum fyrdtu aðventu eða eitthvað.
KV