Hefðin að hafa sígrænt tré varð tákn jólanna áður en farið var
að skrifa mannkynssöguna.
Drúídar í forna Englandi og Gaul- og Rómverjar í Evrópu notuðu
bæði sígrænar greinar til að skreyta heimili sín og opinberar
byggingar til að fagna vetrarsólstöðu. Í gegnum árin, tileinkuðu
kristnir menn sér þessar hefðir, og höfðu þetta sem hlut af fögnuð
jólahátíðarinnar.
Tré sem notuð voru sérstaklega til að fagna jólunum snemma á 17. öld í Þýskalandi og öðrum löndum þar í kring. Fjölskyldurnar settu upp trén á lofsverðum stað heima hjá sér og skreyttu þau með lituðum pappír, litlum leikföngum, mat, og stundum með kertum. Eftir því sem fólk flutti eða flúði til annarra landa, tók það þessa hefð með sér.
Í gegnum árin voru margir mismunandi hlutir notaðir til að skreyta jólatréð. Eftir því sem heimurinn nálgaðist 20. öldina, voru mörg tré skreytt með poppkorni sem var fest í band, heimatilbúnum spilum og myndum, bómull sem líktist snjó, nammi af öllum stærðum og gerðum, og einstaka sinnum gerði einhver fín búð glerkúlur og
handblásnar glerfígúrur. Kerti voru stundum notuð, en ollu oft rosalegum eldsvoða, og margir mismunandi kertastjakar voru hannaðir til að koma í veg fyrir slíka eldsvoða.
Rafmagns tréljósaseríur svoru fyrst notuð 3 árum eftir að Thomas Edison hélt sína fjölda sýningu á rafmagnsljósaperunni árið 1879. Fyrstu jólaljósaseríurnar voru handunnar og nokkuð dýrar.
Þegar leið á 20. öldina litu svokölluð gervijólatrén dagsins ljós.
Í dag, má finna jólaskraut á tré í næstum hvaða stærð, lit og lögun sem er, og það er notað til að skreyta milljónir jólatrjáa um allann heim.
Hvernig tré kaupið eða eigið þið? Kaupið þið nýtt grenitré á hverjum jólum eða eigið þið gervitré?
jólakveðjur
php
;)