Jólabarnið þann
6. janúar, sem var þrettándinn, var
kjutipae
1. Nafn á huga? - Kjutipae
2. Af hverju telur þú þig vera jólabarn? - Af því að ég elska jólin, og ég verð svaka spennt þegar ég byrja að hugsa um allt það sem tengist jólunum. (Þá fatta ég hvað jólin eru æðisleg :) )
3. Hvað kemur fyrst upp í huga þinn þegar minnst er á jólin? Jólatré og smákökurnar (að sjálfsögðu)
4. Finnst þér jólavörur og skreytingar koma of snemma? Já, reyndar. Ég elska allt við jólin en mér finnst þau ekki vera eins sérstök ef þau eiga hálfgert að vara í 3. mánuði.
5. Hvenær er byrjað að skreyta fyrir jólin heima hjá þér? 1. des í það fyrsta.
6. Hvað er í jólamatinn heima hjá þér? Humarsúpa í forrétt, Hamborgahryggur í aðalrétt og síðan býr pabbi til ís til að hafa í eftirrétt :)
7. Eru einhverjar sérstakar jólahefðir í þinni fjölskyldu? Já... það að pabbi les alltaf á pakkana. Og maturinn líka.
8. Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Hurðaskellir. Þegar ég var lítil þá vakti ég stundum alla nóttina þegar hurðaskellir kom, af því að ég hélt að ég myndi heyra í honum.
9. Áttu einhverja skemmtilega jólaminningu, hver er hún? Nei. Enga svona sérstaka. Þetta er allt saman bara svona hefð, alltaf sama fólkið í mat heima hjá mér, matur klukkan 6, opna pakkana klukkan 8... allt gengur alltaf eins fyrir sig.
10. Hvernig jólatré er notað heima hjá þér? Alvöru grenitré, lyktin er best!
11. Hvað er það besta við jólin? Ég veit það ekki... ég á bara svo mikið af svona uppáhalds við jólin, t.d. kóka kóla lestin, allar skreytingarnar, maturinn, að dressa sig upp í sitt fínasta púss. Allt svo rosalega skemmtilegt.
12. Hvert er þitt uppáhalds jólalag? Last Christmas
13. Ferðu í kirkju á jólunum? Nei, reyndar ekki. Þó að ég sé vön að fara í kirkju í kring um jólin.
14. Af hverju fagnar þú jólunum? Hmmm... Ætli það sé ekki bara (same old) af því að Jesús fæddist á jólunum? En ég elska ALLT við jólin. ALLT!!!
15. Hvað finnst þér um jólaáhugamálið? Þetta er alveg frábært, einmitt gott að geta verið hérna þegar maður er kominn í jólaskapið :)
Eitthvað sem má bæta? Nei, þetta er bara frekar fullkomið eins og þetta er.
Fyrri og verðandi jólabörn má sjá í
Sjá meira.