Guðmundur Þórður Guðmundsson var á dögunum ráðinn íþróttastjóri hjá danska handknattleiksliðinu AG Köbenhavn.
Spurning tengd myndini: Hvert er verk íþróttastjóra?
„Ég er yfirmaður íþróttamála og í því felst að ég er yfirmaður þjálfaranna sem og leikmannanna í liðinu. Ég er ábyrgur fyrir íþróttalegum árangri liðsins. Ég mun vinna náið með þjálfurunum með því að setja saman lið og hvaða leikmenn við komum til með að fá. Einnig mun ég koma að því að greina leiki liðsins og fara yfir þá með þjálfurunum.
Síðan er inni í því að koma að samningagerð við leikmenn og stór þáttur í starfinu er að byggja upp og laða efnilega leikmenn til félagsins. Við leggjum mikla áherslu á það. Ég þarf því að finna leikmenn og sjá til þess að þeir verði gerðir góðir," segir Guðmundur en hann mun hafa mikið að gera í þessu nýja starfi sem er einstakt í handboltaheiminum.