Í kvöld kepptu FH og Fram í krikanum. FH-ingur byrjuðu vel og náði 5 marka foristu í byrjun leiksins og héldu í hærri markatölu en Fram. Allir FH-ingarnir sem spiluðu í kvöld áttu virkilega góðan leik og eiga allir hrós skilið, en Jónas Stefánsson sem átti frekar lélega innkomu þegar hann tók við markinu af Magnúsi Sigmundssini. En eins og sagt er fall er fararheill og æfingin skapar meistarann. Í hálfleik voru FH-ingar yfir og voru það reyndar allan leikinn. Það var gaman að sjá Héðin Gilsson í blárri treyju að keppa við sitt gamla félag. Hann gerði sér þó leiðinlega fer í gamlaheimilið því að staðan í enda leiksins var 37-26 FH-ingum í vil.
Endilega ef þið hafið fleira við leikinn að bæta svariði þá !