Íslandsmót 2002-2003
Jæja, þá erum við Íslendingar komnir á HM. Það þýðir jafn sundurslitið Íslandsmót eins og á síðasta ári því HM fer fram í janúar eins og EM. Ekki bætir það úr skák ef að fleiri lið en þau fjórtán sem fyrir voru ákveða að taka þátt, er ekkert á móti fleiri liðum, en þá verður tekið í notkun það leikjafyrirkomulag sem samþykkt var á ársþingi HSÍ 2001 um riðlaskipt Íslandsmót. Allir hljóta að vera sammála um að eins og deildin spilaðist í ár var hún frábær. Bæði var hún mjög jöfn og mjög skemmtileg. En verður það sama upp á teningnum í því skipulagi? Ég held ekki en það er nátturúlega bara mín skoðun. Þess vegna spyr ég ykkur kæru lesendur, ef fleiri lið myndu skrá sig hvaða leikjafyrirkomulag myndu þið vilja sjá. 1. Allir spila við alla, 2. riðlaskipt eins og samþykkt var eða 3. Setja aftur á laggirnar 2.deild og fækka liðum niður í átta í efstu deild.