Dómarar í leik Ísland-Makedóníu
Ég er núna að horfa á leik Íslendinga og Makedóníumanna og það hafa verið mörg brot í gangi. Það er kanski allt í lagi en það sem er alveg út í hött eru þessir dómarar; þegar að rúmlega 13 min voru liðnar af seinni hálfleik þá voru makkarnir með boltann, íslendingarnir ná honum af þeim, hraðaupphlaup, það er brotið á Patreki þegar hann skýtur, ekkert dæmt!!, makkarnir taka boltan og skora en markið dæmt af. Það gerist semsagt að það líður langur tími frá því að brotið er á honum þangað til að það er flautað. Ég gæti talið upp margt svona en nennti því ekki. Semsagt; þessir dómarar eru nú meiri hálfvitarnir og ég er viss um að margir sem horfðu á leikinn geta verið sammála mér. En ég læt þetta nægja og byð um álit ykkar á þessu máli.