Einvígi hauka og stjörnunnar
Einvígi stjörnunnar og Hauka hefur verið áhugavert í fyrsta leiknum hafði Stjarnan algjöra yfirburði og vann á Ásvöllum. Þar með tóku þeir heimaleikjaréttin af Haukum. í öðrum leiknum vann Stjarnan en þó ekki eins öruggt og í fyrri leiknum. Og í þriðja leiknum á ásvöllum var mjög spennandi leikur sem að Haukar náðu svo að vinna. Enda hafði þjálfari Hauka lofað að hlaupa heim ef þær myndu vinna. Og í fjórða leiknum unnu Haukar og staðan því jöfn 2-2. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki er Íslandsmeistari og því verður mjög spennandi að sjá hvernig fimmti leikurinn fer á ásvöllum. Ég spái Haukum sigri en hvernig hala menn að leikurinn fari ?