varnarafbrigði væri 6-0, 5-1, 3-3, 3-2-1 sem er í rauninni hvar leikmenn staðsetja sig frá teignum.
mæli með að google-a bara hverja vörn fyrir sig til þess að fá, þar sem ég veit ekki hversu mikið þú kannt í handbolta.
það sem mér dettur í hug að sé verið að biðja um með skotafbrigðum er síðan
kringluskot, skot í skrefinu, undirhandarskot, og síðan náttúrulega uppstökk á réttum fæti,öfugum fæti og jafnfætis.
kringluskot virkar þannig að þú sveigir upp á líkaman og skýtur öfugumeginn við mótherjann miðað við þá hendi sem þá kastar með. þe rétt hentur leikmaður kastar þá vinstramegin við andstæðinginn.
skot í skrefinu virkar þannig að þú kemur á ferðinni og skýtur á sama tíma og þú stígur í fótinn sem samsvara hendinni sem þú kastar með .
undirhandarskot er skot þar sem þú heldur hendinni niðri og kastar meðfram síðu andstæðingsins í staðinn fyrir að hafa hendina í höfuðhæð eins og oftast þegar maður kastar. Þeir sem eru mjög góðir í þessu geta náð hendinni alveg niður í gólf og sett síðan boltann ofarlega í markið.
Hugmyndafræðin á bakvið að stökkva upp er síðan sú sama en það er mismundandi hvernig maður nær að beita skotinu eftir hvort maður stökkvi á réttum eða röngum fæti, eða jafnfætis (prufaðu bara, jafnvel þótt þú sért ekki með bolta að stökkva á sitthvortum fætinum og jafnfætis og “kasta” svo þegar þú ert komin/n í loftið)
vonandi að þetta geti komið þér eitthvað af stað allavega:)