Ég heeld að hann hafi tekið Loga til öryggis þar sem bæði Aron og Ólafur G voru að spila sitt fyrsta stórmót. Það var ekkert öruggt að Aron myndi stimpla sig eins frábærlega inn og hann gerði, og hefði Guðmundur þá eflaust sætt meiri gagnrýni fyrir að skilja reynslubolta eins og Loga eftir heima heldur en að taka hann með og nota hann ekki.
Svo voru bara Arnór og Aron að standa sig frábærlega til skiptis og engin ástæða til að vera að troða honum inná. Eftir Rússa leikinn sagði Guðmundur sjálfur að hann hefði frekar Setta Ólaf G heldur en Loga inná vegna þess að Ólafur þyrfti að stíga yfir ákveðin þröskuld með því að fá að koma inná á stórmóti og finna sig, á meðan Logi hefði mikla reynslu.
Annars vill ég biðja notendur um að sýna hverjum öðrum kurteisi og virða skoðanir hvers annars þótt þeir séu ekki endilega sammála þeim!