Þjálfarinn er fínn og hópurinn er frábær, við erum alltaf að verða nánari og samheldnari þrátt fyrir að vera á misjöfnum aldri :) Get ekki beðið eftir því að byrja, erum búnar að æfa á fullu í aaaallt sumar enda krefjandi vetur framundan ;p
Ég er MJÖG ánægð að vera að fá nýjan þjálfara sem að er svona milljón sinnum betri en sá sem ég var með í fyrra. Ég er ágætlega sátt með hópinn.. þar sem fólkið sem að ég var að vonast til að myndi bara hætta actually hætti þannig… ég held að þetta verði bara fínt tímabil :D
Þeir eru svosem með fínan hóp og alles (betri en ÍR, allavega) en það er c.a. 90% stemmarinn sem að keyrir þá áfram. Og svo náttúrulega hinn alræmdi heimavöllur…
Ég spila fyrir stóra félagið í Hafnarfirði (allavega MIKLU stærri en fokkin' Haukar), FH. Er reyndar meiddur eins og er og hef því ekki tekið þátt í síðustu leikjum, held að næsti leikur sem ég kem til með að ná verði leikurinn vs. KA á Akureyri í janúar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..