Ólafur Stefánsson með tilboð frá Spáni
Frammistaða Ólafs Stefánssonar á EM í handbolta vakti hrifningu spænska stórliðsins Real Ciudad en félagið hefur nú gert Ólafi tilboð. Ólafur svarar þessum fréttum því einu til að hann sé samningsbundinn Madgeburg í Þýskalandi. Samningur hans við þýska liðið rennur hins vegar út vorið 2003.
Hermt er að spænska liðið, sem er í 2. sæti spænsku 1. deildarinnar, vilji gera við Ólaf samning sem gildi til 2007. Með liðinu leikur m.a. snillingurinn Talant Duschebajew.