Ísland-Frakkland
Þetta var ótrúlegur leikur og mjög spennandi. Íslendingar áttu leikinn þar til 5 mínútur voru eftir en þá þurftu dómararnir að gera allt til þess að Íslendingar myndu ekki vinna. Þeir dæmdu allan leikinn Frökkum í hag og komu í veg fyrir það að Íslendingar ynnu Frakka. Dómararnir voru að koma í veg fyrir að þeir völtuðu yfir Frakka eins og Svisslendinga. Dómararnir voru svissneskir og voru líklega tapsárir eftir stórsigur Íslendinga á Svisslandi. Prúðmennið Guðmundur landsliðsþálfari okkar Íslendinga var bálreiður út í dómaran og jafnvel franski þálfarinn samsinnti honum og sagði að Íslendingar hefðu átt sigur fyllilega skilið. Dómgæslan var bara grín og svona á hún ekki að geta verið á stórmóti, t.d. var Ólafur Stefánsson sleginn niður nokkrum sinnum, dæmt aukakast á Halldór þegar honum var hrynt og svo í blálokin var ekki dæmt vítakast á Frakka þegar Halldór var með boltann þá kom Frakki hlaupandi os stytti sér leið yfir vítateginn og braut á Halldóri. Íslendingar stóðu sig vel og ekkert út á þá að setja en dómgæslan var bara hreint út sagt til háborinnar skammar.