Jæja mig langar að vita, hvað finnst ykkur handbolta áhugamönnum um það að Aron Pálmars sé í a-landsliðinu?..
Mér persónulega finnst þetta vitleysa, Aron er einn af efnilegustu mönnum landsins og er að spila MJÖG vel í deildinni, en hann er allt of ungur til að vera að spila með a-landsliðinu.
Ég hefði frekar valið t.d. Andra Stefan í Haukum eða Valda Þórs í HK í þennan hóp bara einfaldlega uppá það að gera að Aron er 18 ára gamall og hefur ENGA reynslu og ég meina hvað er hann að fara að gera þegar hann er kominn með Kristian Kjelling í vörnina á móti sér og Steinar Ege fyrir aftan hann?.. Ekki neitt?.. Enda var hann ekki einu sinni valinn í hópinn móti Normönnum.
Einnig má benda á það að á sama tíma er u-19 landsliðið sem hann er aðal hetjan í og LYKILMAÐUR að spila í Frakklandi á reyndar bara svona æfingamóti en samt sem áður mót fyrir þá til að prufa sig áfram og vinna í ákveðnum hlutum áður en þeir fara á stórmót og þá er hann bara eitthvað að chilla í noregi með a-landsliðinu og ekki að spila?
Ég ætla ekki að taka það af honum að hann er sóðalega góður og eitt mesta efni í heiminum jafnvel í dag, en hann er að mínu mati ekki klár í a-landsliðið strax bara útaf því að hann er ekki orðinn nógu reyndur og sterkur sem leikmaður í það að spila móti t.d. Noregi og Makedónum ennþá.