Jæja handboltaunendur, smá lífgun hérna? Núna spyr ég ykkur, hvert er ykkar markmið? Ykkar persónulegt markmið? Liðs Markmið? Og ykkar eigið markmið með liðinu, hvar þið bara ÆTLIÐ að enda :)?
Það verða líklega úrtaksæfingar næsta sumar fyrir 93 eins var fyrir 92 núna í sumar. Veit samt allveg að það verða aldrei neinn verkefni fyrir þennan aldurflokk þótt að mér finnist það hrikalega asnalegt!
Nei úrtaksæfingarnar sem voru fyrir 92 í ár voru 92 og 93, ég var einmitt á þessum úrtaksæfingum og það voru strákar valdir í þetta eins og Hallur í Haukum sem er 93 (hann mætti reyndar ekki), Sissi KA, Addi í Gróttu, Geiri í Þór (komst ekki var meiddur) þannig það var bæði 92 og 93
Stefni á Hela Cup með u-18 um jólin ef ekki það þá allavega halda mér í 92-landsliðinu. Ég er nú þegar búinn að vera valinn í hóp í meistaraflokk en ekki fengið að spila í deildinni ennþá, þannig það er næsta markmið. Með flokknum mínum er að sjálfsögðu að vinna deild/bikar/íslandsmeistara einhvern titil allavega.
Bætt við 24. október 2008 - 19:19 Eitt af mínum markmiðum er náð, ég hélst í 92-landsliðinu :)
Stefni að sjálfsögðu á íslandsmeistara titilinn en raunhæft markmið væri 3 sæti. Persónuleg markmið eru að bæta fintur og sendingar. Svo er ég að vona að SUMIR í liðinu mínu læri kerfin okkar, óþolandi þetta ósjálfstraust í kerfum hjá nokkrum. -Sturla (KÞ #22, 4. fl ef einhver man eftir mér :) )
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..