Þetta var bara flottur leikur, það gekk allt upp hjá frökkum. Verst að okkur íslendingunum gekk ekki betur, en silfrið er samt gríðarlegur árangur hjá okkur. Við hefðum alveg getað tekið frakkana, við höfum gert það áður. En þeir áttu bara einfaldlega betri leik í dag. Omyer bara ótrúlegur markvörður varði eins og skepna.
Við meigum samt ekki vera súr. Þótt það sé afar sárt að tapa gullinu.
En við meigum samt alls ekki gleyma því að við unnum heimsmeistara í handbolta, Rússana, Pólverja, jafna við Dani.
Þetta sýnir sig og sannar að við áttum alveg erindi í þessa keppni miðað við höfðatölu.
Við skulum frekar fagna með þeim í stað þess að velta okkur upp í volæðinu, höldum þjóðhátíð þegar þeir koma á miðvikudag og verum stollt af handboltaliðinu okkar:D
Ég tek allavega ofan fyrir þeim, Áfram Ísland!!