Ísland tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum núna rétt áðan með því að vinna Svía!

En hinsvegar er einn stór galli við þetta, eða fyrir mig þarsem ég bý í Svíaríki, núna munu Ólympíuleikarnir ekki vera sýndir í sjónvarpinu.
Eða svoleiðis hefur það verið undanfarið eða það finnst mér allaveganna, þeir sýna voða lítið keppnir þar sem þeir eru ekki með.

En Svíarnir eiga held ég smá séns á að komast áfram ennþá, reyndar mjög lítinn.
Ef Argentína vinnur Pólland með nokkrum mörkum, reyndar hef ég afskaplega litla trú á því að Argentína komist nálægt því að gera svo mikið sem jafntefli á móti Pólverjum.

Áfram ÍSLAND!