Jæja, hvað finnst ykkur veikustu hlekkir í Íslenska landsliðinu?
Mér finnst markmennirnir okkar ekki að standa sig, en það gæti etv. tengst því að við erum ekki að spila nógu sterkan varnarleik. Ekki misskilja mig, við erum með þrusu varnarmenn, en þeir mættu vinna aðeins meira saman, þeir skilja alltof oft eftir skörð í vörninni á stærð við Sigfús Sigurðsson ;)
Svo gæti það auðvitað líka bara verið það að það eru margir af okkar topp mönnum nýstignir upp úr meiðslum?
…Eða þá bara einfaldlega að gera of miklar væntingar til liðsins :P