Halldór Ingólfsson er langbestur enda lið hans í efsta sæti, leiðir liðið áfram og tekur af skarið þegar á þarf, góður í sókn og vörn og með einna mestu reynslu og auga fyrir leiknum, raðar inn línusendingum og fiskar mikið af vítum, dreifir spili vel og matar Einar af stoðsendigum í hornið. Þeir saman eru killer lausn í landsliðinu og sannaðist það gegn Póllandi, vildi óska þess að hann prufaði Bjarna og Magga saman í markinu líka því þeir þekkja hvorn annan svipað vel.
Dóri og Einar skoruðu mikið í þessum leikjum og virkaði þessi formúla vel en því miður verður hann maður nr.2 í landsliðinu vegna stöðunar sem hann spilar en er þó allt öðruvísi leikmaður en Óli og gott mótvægi þegar þarf að hvíla hann. Hann er að mínum mati óumdeilanlega bestur nú framan af og t.d. skoraði hann grimmt á móti besta liði í heimi(Barcelona og meigum þakka fyrir að hann hafi hreinlega ekki verið keyptur á staðunum. Ef aðrir hafa aðra skoðun myndi ég vilja fá góð rök fyrir því…….