Hvernig fannst ykkur landsliðsvalið?
Fyrir mitt leyti fagna ég þessu vali þar sem Bjarni okkar frostasson er komin á milli stanganna hann og Gummi ættu að geta ýmislegt saman Birkir og Hreiðar eiga ekki séns en skemmtilegt samt að sjá unga stráka eins og Hreiðar, þó ég hefði viljað sjá Magga þarna (sá eini sem klikkaði ekki á móti norðmönnum en bitnar nú á honum)Halldór er enn einu sinni við þrepið og verður að komast inn að mínum mati. Jón Karl sem er búin að létta sig og spila hreint út sagt stórkostlega í vetur og svo sannarlega okkar Valdi Gríms nr.2 (var kallaður það upp yngri flokkana) hann er framtíðarlandsliðsmaður og leysir hægra hornið vel af hendi sérstaklega ef hann er í góðu formi svo er hann einn sá tæknilegasti sem við eigum (snúningurinn vááá) spennandi að sjá hverjir standa sig og hverjir verða eftir. Varnar stólparnir Rúni og Aron (sem hefur sýnt snilldarsóknarleik í vetur) og Einar Örn í vinstra horninu alger snilld. Hlíðarendatröllið verður óstöðvandi og svo gömlu Valsararnir (Dagur og Óli) þetta líst mér á…..
Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist með landsliðið og ef þessir reynsluboltar verða með hef ég ekki áhyggjur af framvindu mála
Áfram Gummi
Áfram Ísland……….