Man og the hour var Bjarni nokkur Frostasson í stórleik í gær milli Haukar og Valsmanna. Roland Eratze var rekin útaf fyrir að setja olboga í andlit Jón Karls í hraðaupphlaupi en við það tvíefldust Valsmenn og komust aftur inní leikinn. Leikurinn var stórskemmtilegur og bauð uppá allt sem góður handboltaleikur getur nokkuð tímann boðið uppá. Haukahraðlestin stóðst stærstu prófraun sína á þessari leiktíð en það eru fleiri eftir og verðum við að vera tilbúin í það.
Mig langa líka aðeins að viðra skoðanir mínar á markvarðarmálum mínu (sem áður hafa verið kynntar)ég hef fundið eitt og annað máli mínu til stuðnings. Ekki þarf að nefna stórleik Bjarna í gær sem varði 29. skot og tryggði Haukum sigur á frískum Valsmönnum sem sýndi að þessi markvörður er sá besti á landinu.
í dagblaðinu sá ég skemmtilega statístik yfir markmenn Vals og Hauka þar var Bjarni með bestu hlutfallslegu markvörsluna (49%) Roland (47%)og maggi (46% ) einnig kom fram að Maggi og Bjarni hafa varið langflesta bolta samanlagt í deildinni og eru besta markvarðarpar á landinu (ekki í fyrsta skiptið) ég skora hér með á Guðmund að kynna sér málið vel og prufa þá saman í markinu því þeir eru langbestir þannig, Þetta getur verið lykillin að landsliðinu sem skort hefur markvörslu (sannaðist á móti Norðmönnum). En sitt sýnist hverjum og gaman væri að fá skoðanir annara hér og nú…………