Heilir og sælir félagar ! Mig langar að ræða markvarðarhallæri á Íslenska landsliðinu, það er því miður staðreynd að markverðir á Íslandi virðast vera klassa neðar en annars staðar í heiminum, ég vil persónulega kenna þjálfun um þar sem markviss markvarðarþjálfun vantar í íslenskan handbolta. Ég styð hugmyndir Einars Þorvarðarssonar sem hefur áhuga á því að bæta markvarðarþjálfun markvisst.
En nóg um það hverjir eru skástir í þetta hlutverk í dag, Birkir Ívar og Reynir geta í mínum huga engan vegin axlað þetta hlutverk eins og staðan er dag. Roland væri tilvalin ef ríkisborgararéttur gengur í dag en menn meiga samt ekki láta markvörslu í einum leik slá ryki í augu sín.
Mín hugmynd er að láta besta markvarðapar landsins axla þetta hlutverk þ.e. Magnús og Bjarni hjá Haukum sem að meðaltali verja um 20 skot í leik, þeir eru án efa bestir í dag og þekkja hvern annan út í gegn og vinna saman sem einn þ.e. hvetja hvern annan o.sv.frv. Einnig hafa þeir báðir reynslu með landsliðinu og hafa mikla reynslu úr Evrópukeppni, mér finnst ekki nóg að hafa annan því þeir verða að vera báðir. Einnig verður að taka tillit til þess að þeir þekkja Íslensku varnarmennina (Aron og Rúna) eins og handarbakið á sér.
Margir hafa kannski mismunandi skoðanir á þessu eins og svo margt annað í sambandi við landsliðið en ég er sannfærður um að þetta sé formúla sem virkar, að minnsta kosti finnst mér að þetta sé eitthvað sem vert er að prófa. Gaman væri ef þetta bréf bærist til eyrna Guðmundi landsliðsþjálfara sem ég hef tröllatrú á og veit að hann mun reysa þetta landslið við á ný og við verðum í fremstu röð í framtíðinni
Áfram Ísland !!!