Jæja, þá er fyrsti leikur okkar íslendinga á heimsmeistaramótinu í handbolta að hefjast á morgun. Hann verður sýndur beint kl. 15:00 í sjónvarpinu og svo er líka hægt að horfa á hann á netinu á www.ruv.is

Ég ætla að koma með smá upphitun hingað og koma smá umfjöllun af stað því auðvitað viljum við styðja strákana okkar.

Á Hm 2005 lentu ástralíumenn í 6 og neðsta sætinu í rðli sínum þar sem þeir töpuðu öllum leikum sínum í þeim riðli og enduðu í 24 sæti. Okkur Íslendingum gekk ekki nógu vel og lentum í 15. sæti.

Á Hm 2003 lentum við íslendingar með þeim í riðli og unnum þá 55-15, í þeim riðli enduðum við í 2 sæti með eitt tap en alla aðra leiki með sigri, ástralía náði aðeins 2 stigum og endaði í 5 sæti en þá voru 6 lið í riðli.

Með okkur í riðli á Hm 2007 eru eftirtalin lið:

Frakkland
Ísland
Úkraína
Ástralía

Liðshópur Íslands:

1 Roland Eradze
2 Vignir Svavarsson
3 Logi Geirsson
4 Einar Örn Jónsson
5 Sigfús Sigurðsson
6 Ásgeir Örn Hallgrímsson
7 Arnór Atlason
8 Markús Máni Michaelsson
9 Guðjón Valur Sigurðsson
10 Snorri Steinn Guðjónsson
11 Ólafur Stefánsson
12 Birkir Ívar Guðmundsson
14 Ragnar Óskarsson
15 Alexander Petersson
16 Hreiðar Guðmundsson
17 Sverre Jakobsson
18 Róbert Gunnarsson
19 Sigfús Páll Sigfússon
20 Björgvin Gústafsson

Þjálfari: Alfreð Gíslason
————————————-
Liðshópur Ástrala:

Nafn - Lið sem leikmaður spilar með

Ognjen Latinovic – Ikast FS
Andrew Burt – Harbourside HC
James Blondell – IFK Ystad
Darri Mccorack – H65 Höör
Michael Bertrand – Brisbane Raiders
Michale Tomas – Ribe HK
Lee Schofield – H65 Höör
Bojan Gaspar – Charlton 100
Adrian Van Bussel – A.S. Haguenau
Simon Bloomfield – Harboureside HC
Tim Jackson – H65 Höör
Bevan Calvert – Ribe HK
Paul Clowry – Harboureside HC
Dimitrios Varkanitsas – Charlton 100
Josh Parmenter – Ribe HK
David Lucas – Harboureside HC
Antony Deane – Ikast F.S.
Milan Slavujevic - Sydney University
Nemanja Subotic – HK Bask
Velibor Vujaklija – Carlton 100
Dragan Jerkov – Fremantale Falcons
Davor Timkov - Murdoch Pumas

Þjálfari: Morten Fjeldstad

Ég ætla að spá stórsigri eða 13 marka mun íslendingum í hag.

Ísland 33 - 20 Ástralía

Vonandi að ykkur hafi líkað þessi upphitun og mæli með að fleiri geri þetta og spáið svo endilega hvernig leikurinn fer.

ÁFRAM ÍSLAND





Bætt við 19. janúar 2007 - 14:16
Ég sagði óvart að leikurinn væri í dag en hann er víst á morgun.

Laugardaginn 20. Janúar kl. 15:00

Afsakið.
^_^