Nákvæmlega, þoli ekki þessa helvítis yfirgangssemi í fótbolta NÖRDUM, þeir fá allt sem þeir vilja.
T.d í skólanum mínum þá hefur nemendafélagið 4 tíma í viku í íþróttahúsinu, fótboltinn skaraðist á við meistaradeildina svo fótbolta nördarnir fengu fótboltann færðan á dag sem meistaradeildin er ekki á kostnað handboltans. Mér finnt nú sanngjarnt að fótboltinn sé á sama tíma í sjónvarpi og íþróttahúsinu því það eru sama fólkið sem horfir og spilar hann og það ætti alveg að geta valið hvort það vill frekar.
Síðan er þetta frekar fámennur skóli svo það er meir og minna sama fólkið sem mætir í íþróttahúsið, og núna skaðast auðvitað handboltinn útaf því að það eru allir að horfa á meistaradeildina.