Jæja, þá er handboltavertíðin að hefjast og nú um helgina
byrja menn að undirbúa slaginn af alvöru með
Reykjavíkurmótinu. Framararnir verða
auðvitað á mótinu og nú undir stjórn nýs þjálfara, Heimis
Ríkarðssonar. Nú veit ég að Olec Titov er búinn að skrifa
undir hjá frömurunum, jafnframt eru þeir með einhvern ungan
dana sem á að vera nokkuð góður fyrir utan. Aftur á móti er ég
svolítið hræddur um mannekluna í sókninni, báðar vinstri
skyttur liðsins eru farnar, þ.e. Villi og Gunnar Berg. Hægri
vængurinn reddast líklega með Þorra og Hjálmari en það er
þó mikil blóðtaka að missa Njalla. Svo er það vinstri
vængurinn, þar eru nokkrir hornamenn sem verða sterkir í
sumar t.d. Guðjón Drengs, Einar Jóns og auðvitað Björgvin
þór. Aftur á móti veit ég ekki hvernig menn ætla sér að leysa
vinstriskyttuna… það verður gaman að sjá um helgina.
Hvernig leggst tímabilið í mannskapinn?
kv.
Sario