Sorgarfrétt fyrir Íslenskan handbolta
16 mai síðastliðinn ákváðu Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson að hætta dómgæslu í bili allavegana. Þeir hafa verið eitt af bestu dómurum heims síðustu ár og það var mikill heiður að hafa þá hér á Íslandi. En hvað nú ?? Hvernig verður íslensk dómgæsla þegar þeir verða ekki að dæma flesta stóru leikina. Ég var á leik Fylkirs og Hauka í síðari leik úrslita deildarbikarsins og ég verð að segja að þar voru dómararnir hreint út sagt glataðir. Ég hef áður sagt það að mér fannst Fylkir glataðir að klára þann leik ekki miða við hvað dómararnir voru að fkn gefa þeim leikinn. Síðan eru dómarar eins og Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson sem eru látnir dæma stórleiki þrátt fyrir að vera ekkert góðir. Ég held að HSÍ verði að gefa einhverja ákveðna upphæð á hverju ári hverju liðinu sem kemur með bestu dómaranna. Það þirti að vera soldið stór upphæð svo liðin geri einhvað til að gera góða dómara. En það eru ekki bara meistaraflokkar sem fá lélega dómara. Ég sjálfur hef verið að keppa á móti í 5 flokki og þar var nú bara annar dómarinn að tala í símann á meðan á leik stóð. Ég hef líka lent í stlátrun af dómurunnum í Vestmannaeyjum og Seltjarnarnesi. Ég vona bara að HSÍ geri einhvað í þessum málum.