Alfreð Gíslason er búinn að velja hópinn sem fer í æfingabúðir í Magdeburg í Þýskalandi 10-17. apríl fyrir leikina gegn Svíum í júní.

Þetta las ég á HSÍ og svo virðist sem að HSÍ hafi tekið þetta af MBL.is.

Alfreð hefur valið landsliðið

Alfreð Gíslason tilkynnti í hádegi fyrsta landsliðshópinn sem hann velur eftir að hann tók við starfi landsliðsþjálfara í handknattleik karla fyrir skömmu.

Hann valdi 20 leikmenn sem verða í æfingabúðum í Magdeburg í Þýskalandi 10. til 17. apríl. Þá verða fyrstu skrefin í undirbúningi landsliðsins tekin fyrir leikina við Svía í júní, en þeir skera úr um hvor þjóðin tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í byrjun næsta árs.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markverðir:
Roland Valur Eradze, Stjörnunni
Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum
Hreiðar L. Guðmundsson, KA

Aðrir leikmenn:
Vignir Svavarsson, Skjern
Jaliesky Garcia, Göppingen
Sigfús Sigurðsson, Magdeburg
Sverrir Björnsson, Fram
Arnór Atlason, Magdeburg
Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach
Snorri Steinn Guðjónsson, GWD Minden
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt
Einar Örn Jónsson, Torrevijea
Alexander Petersson, Grosswallstadt
Baldvin Þorsteinsson, Val
Róbert Gunnarsson, Gummersbach
Ragnar Óskarsson, Ivry
Logi Geirsson, Lemgo
Markús Máni Michaelsson Maute, Düsseldorf
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Lemgo


mbl.is

ég bætti við feitletruninni og undirstrikun á Valsarana