Stjarnan vann Hauka í bikarúrslitaleik karla um helgina sem þýðir að það er loksins kominn bikar aftur í Garðabæinn og vonandi að Haukar séu aðeins að hægja á sér.

Mér fannst fínt að Stjarnan hafi unnið þar sem ég er orðinn þreyttur á að bikarar fari í Hafnarfjörðinn.

Roland átti frábæran leik í markinu, hann varði 27 skot var það ekki?

Og staðan var 25 - 20 fyrir Stjörnunni minnir mig sem þýðir að Roland hafi varið 27 skot af þeim 47 sem fóru á markið, sem er frábært.

Ég sá nú ekki nema 10 seinustu mínúturnar af leiknum eða svo og það var skorað mjög lítið þar sem og í leiknum sem þýðir að það hafi verið fín vörn í gangi hjá báðum liðum.

Hvernig finnst ykkur að bikarinn hafi farið í Garðabæinn???