Það er orðið ljóst að báðir leikir Vals og LC Brühl frá St. Gallen í Sviss, munu fara fram í Laugardalshöllinni helgina 10-12 mars, en samkomulag um þetta náðist við Svisslendingana í dag. Þetta eru gleðifréttir fyrir Valsmenn og aðra áhugamenn um handbolta, en þarna verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu sem ætti að verða góð auglýsing fyrir íslenskan kvennahandbolta. Leiktímar eru ekki endanlega komnir á hreint, en þeir verða að sjálfsögðu birtir um leið og þeir liggja fyrir.
Með þessu ættu möguleikar Vals á að komast í undanúrslit að aukast, en þar með myndi félagið jafna besta árangur íslensks kvennaliðs, en ÍBV komst eftirminnilega í undanúrslit sömu keppni fyrir tveimur árum síðan.
Allir í Höllina 10-12 mars og styðja Valsliðið eða bara hafa gaman af