Ég er búinn að æfa handbolta í fjölda ára og finnst mér það ekki hafa verið að skila sér neinu fyrr en núna á síðastliðnum 2 árum. Ég er búinn að vera mjög metnaðargjarn, æft extra og tekið þessa litlu hluti í gegn sem eru jú stór hluti af heildinni s.s matarræði, styrktaræfingum og fleira. Það var sérstaklega eitt sem vakti hrifningu mína oh keyrði upp áhuga minn á handbolta frekar en eitthvað annað og það var að lesa síðuna hjá Loga Geirs sem spilar með Lemgo einmitt, ættu nú flestir að þekkja hann. Hann er mín helsta fyrirmynd og vildi ég benda ykkur hinum sem kannski eruð aðeins að missa áhugann á boltanum á að kíkja inná síðuna hans.
www.logi-geirsson.de
*Annars gangi ykkur bara vel og sjáumst á vellinum…