Danmörk komið í undanúrslit
- Tóku Rússa í kennslustund
Nú rétt áðan lauk síðasta leiknum í milliriðlum á EM í Sviss en það var leikur Dana og Rússa. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kæmist í undnaúrslit á mótinu.
Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa eftir. Jafn var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 13-13. Sama var upp á teningnum til að byrja með í seinni hálfleik en fljótlega fóru Danir að síga fram úr. Þeir juku forystuna jafnt og þétt og ljóst var að Danir ætluðu sér í undanúrslit á mótinu. Þeir náðu mest 8 marka forystu og unnu á endanum 35-28. Markahæstur hjá Dönum var Michael Knudsen með 10 mörk en hjá Rússum var Vsily Filippov markahæstur með 6 mörk. Þar með eru Danir komnir í undanúrslit á EM en Rússar spila um 5.sætið.
tekið af
www.handbolti.net