Sæl veriði, félagi minn skrifaði smá pistil á bloggið sitt eftir að Íslendingar gerðu í sig á móti Norðmönnum núna áðan, fékk leifi hjá honum til að birta hann hérna… þannig bara Enjoy:
Já, landsliðið tók sig til í dag og skeit hressilega uppá bak… er ekki frá því að Inga nuddari sé enþá inná baði að skeina strákunum…. allavega voru sendar ófáar rúllurnar til sviss til að vera viss…
Nei ég segi svona, þeir voru búnir að vera fínir strákarnir, nottla orðnir þreyttir og svona, mikið búið að spila á sömu mönnunum, fáir fengið séns. En ég meina, maður hlær kanski bara að þessu, típískt eða hvað? Í byrjun móts ákvað maður að vera ekki með mikklar væntingar, enda hefur það ekki reynst manni vel (sbr. eurovision ár eftir ár eftir ár eftir ár…..), en nei strákarnir tóku sig til að fóru á kostum og möluðu þjóðir eins og rússa með léttum leik… jæja, núna tækjum við þetta, við skildum sko verða Evrópumeistarar, fyrst við gátum sigrað Rússa gætum við allt… við erum búin að sanna að við erum fallegust, næsta skref var að sanna að við værum lang best í heimi í íþróttum, en svo gætum við sýnt Evrópu hvað við gætum sungið vel þegar Silvía Night mætti á svæðið og rúllaði þessu upp…
en nei, við verðum víst að bíða eitthvað aðeins lengur eftir því að fá verðlaun fyrir að vera best í íþróttum… við erum það alveg, við vitum það vel, okkur vantar bara herslumunin að sýna umheiminum það… lögin okkar í Eurovision eru alltaf lang best, umheimurinn er bara svo vittlaus að sjá það ekki…
Nú höfum við sent landslið á heimsmeistaramótið í krullu, kanski vinnum við til verðlauna þar, það væri þó eitthvað… maður ætti samt kansi ekki að gera sér vonir um það, enda fámennur hópur að velja úr í það lið, síðast þegar þeir fóru á heimsmeistaramótið töpuðu þeir öllum leikjunum… þeiru voru bestir á þessu móti, það vantaði bara herslumuninn að klára þetta…
Nú er ekki annað en að bíða eftir næsta stórviðburði þar sem Íslendingar keppa á heimsvísu, þá kemur enn eitt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að leggja allt á línurnar því það er nefninlega alltaf pottþétt að við vinnum… við skulum sko ekki verða fyrir vonbrigðum aftur… við erum mestir! við erum bestir! (miðað við höfðatölu allavega)… því við erum Íslendingar… því kvet ég alla landsmenn til að hrópa hátt í kór:
Ísland! Best í heimi!