Flottur leikur hjá okkar mönnum, og greinilegt að við vorum vel undir þetta búnir.
Það sem er áhyggjuefni hins vegar er vinstri bakkinn, þ.e. Arnór Atlason. Hann var hvergi nærri nógu beittur í sóknaraðgerðum okkar, og átti hann ekkert skot í fyrri hálfleik á markið, né ógnun eiginlega, á 30 mínutum. Allt í allt átti hann síðan 2 skot, og spilaði svona 40-50 mínútur.
Sterkari lið, sem vði gætum mætt fatta þetta, og þeir munu þá ekkert passa hann svo vel, og hugsa meira um Ólaf og Snorra, sem fóru hamförum í þessum leik á móti Serbum.
Annars spái ég því að við tökum þennan riðil eftir þennan fyrsta leik, með fullt hús stiga, og förum þ.a.l. með 4 stig í milliriðil. Ég spáði því fyrir mótið að við myndum taka verðlaun á mótinu, og ég held mig bara við það, því það er vel mögulegt!!
En þá kem ég með spurningu til ykkar spjallverjar. Vitið þið um torrent síðu, eða eitthvað, þar sem ég gæti náð í leikina inná tölvuna?
Með fyrirfram þökkum,
Arnar.