þessi tilkynning barst inná spjallið á sport.is:

Jæja, það er komið að því Exclamation

Það hefur verið nokkuð öflug umræða hér um það að stuðningsmenn liða hér heima taki sig nú saman og mæta sem “landslið stuðningsmanna” og búa til stemmingu í kringum landsleiki.

Við (Binnamenn) erum alveg duglega til í þetta en þurfum auðvitað hjálp ykkar allra til að ná að geera þetta almennilega. Ég er búinn að tala við Ölver og þar fagna menn þessu hjá okkur og ætla að vera með tilboð handa okkur þegar þangað er komið. Stefnan er að hittast þar kl. 18:00 og stilla strengi og raddbönd.

Þetta er frábær leið til að skapa stemmingu á annars nokkuð dauðum tíma, sýna okkar mönnum stuðning í verki og fá smá umfjöllun um þá stemmingu sem er að myndast í kringum handboltann hér heima.

Núna er það bara spurning hverjir ætla að mæta með okkur ? Suberstar ? Stuðhænur ? Gleðisveitin ? Frammarar ?

Endilega ekki hika við að hafa samband í síma 6699446 eða á binnamenn@gringo.is

Gerum þetta almennilega og skemmtum okkur almennilega !



———————————————-
hvet alla sem eru í þessum stuðningsveitum og bara alla sem komast, til að mæta.

svekkjandi að búa fyrir norðan og komast ekki