Eitt af mínum “idolum” er loksins kominn í landsliðið, en það er enginn annar en Baldvin Þorsteinsson.

Ég komst að því þegar ég skoðaði heimasíðu Vals núna fyrir stuttu.

Hérna er fréttin eins og hún var á heimasíðu Vals.

[url
http://valur.is]HANDBOLTI :: 17. nóv. 2005 13:27
Baldvin valinn í landsliðið
Baldvin Þorsteinsson hefur verið valinn í landsliðið í handbolta, sem leikur þrjá vináttulandsleiki gegn Noregi hér á landi um aðra helgi. Baldvin er vel að þessu kominn enda hefur hann verið einn allra besti leikmaður Vals það sem af er vetrar.

Aðrir Valsmenn í landsliðinu að þessu sinni eru þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Örn Jónsson sem er aftur kominn í liðið eftir nokkurt hlé. Þá voru ská-Valsmennirnir Vilhjálmur Halldórsson og Heimir Örn Árnason einnig valdir í hópinn.

Þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson eru ekki í hópnum að þessu sinni því þeir munu á sama tíma leika með félagsliðum á móti á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, þar sem þau fjögur lið sem sigruðu í evrópumót á vegum EHF síðastliðið vor, eigast við. Markús Máni Mikaelsson meiddist í leik með Düsseldorf í gærkvöldi og getur því ekki tekið þátt í þessum leikjum.